Tónlistarhátíðin Sónar sem haldin er árlega í Barcelona, en hefur einnig verið haldin í Reykjavík undanfarin ár, fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu. Haldið er upp á það með nokkuð sérstökum hætti; með því að reyna að komast í samband við líf á annarri plánetu. Nánar tiltekið á plánetunni GJ273b, með því að senda skilaboð og tónlist þangað með útvarpsbylgjum.