Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tónlist Bjarkar setur svip á Tortímandann

Skjáskot úr myndbandi við lagið Hunter af Homogenic.
 Mynd: Universal

Tónlist Bjarkar setur svip á Tortímandann

24.05.2019 - 09:41

Höfundar

Í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Terminator: Dark Fate heyrist lag eftir Björk Guðmundsdóttur í nýjum búningi.

Stikla fyrir kvikmyndina Terminator: Dark Fate, þar sem Linda Hamilton snýr aftur í hlutverk Söruh Connor, var frumsýnd í gær.

Athygli vekur að í stiklunni heyrist kunnuglegt lag í nýjum búningi en þar syngur bandaríski tónlistarmaðurinn John Mark McMillan lag Bjarkar Guðmundsdóttur, Hunter.

McMillan deildi stiklunni á Facebook-síðu sinni þegar hún kom út. Hann segist vera mikill aðdáandi bæði Bjarkar og kvikmyndanna um Tortímandann og skilaði þökkum til Matt Wilcox sem útsetti lagið.

Lagið Hunter kom út  árið 1997 á plötunni Homogenic.

Tengdar fréttir

Tónlist

Íslenskt listafólk í stafrænu leikhúsi Bjarkar

Tónlist

Gnægtarbrunnur Bjarkar

Tónlist

Ný sýning Bjarkar fær lofsamlega dóma

Tónlist

Finnst áhrif sín á íslenska tónlist vanmetin