Tónlist alltaf verið hans raunverulega starf

Mynd með færslu
 Mynd: NME - Google

Tónlist alltaf verið hans raunverulega starf

23.03.2020 - 14:57
Leikarinn, grínistinn og tónlistarmaðurinn Donald Glover, sem kemur fram undir listamannsnafninu Childish Gambino gaf út breiðskífu í gærkvöldi sem ber heitið 3.15.20.

Donald Glover hefur komið víða við,  Leikið í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum eins og Solo: A Star Wars Story, The Martian og drama- og grínþáttunum Atlanta en í þeim leikur hann aðalhlutverkið er einn af handritshöfundum, framleiðir og leikstýrir. Glover hefur einnig verið með uppistönd út um allan heim, verið kynnir The Saturday Night Live og margt fleira.

Hann hefur verið að vinna í tónlist frá því hann var lítill. Í tónlistinni varð listamannanafnið Childish Gambino til. Tónlist hans hefur vakið mikla athygli, hans vinsælustu lög eru Redbone og This is America en bæði lag og tónlistarmyndband þess síðarnefnda vakti gífurlega athygli.

Donald Glover hefur fengið mikil og góð viðbrögð við nýjustu plötunni sinni. The Guardian gefur plötunni fimm stjörnur og segir meðal annars að Donald hafi gert fyrstu framúrskarandi breiðskífu áratugarins og að þrátt fyrir allt sem hann hefur gert þá sé tónlist hans raunverulega starf.

Hlustaðu á plötuna í heild sinni hér: