Tómir pottar á Ylströndinni

15.06.2019 - 17:02
Innlent · Nauthólsvík · vatn · Veitur · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
„Margir heitir dagar í röð er versti ótti Ylstrandarinnar“ segir Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. Sundgestir komu að tómum potti á Ylströndinni í morgun.

Heita vatnið í pottinum er svokallað bakvatn sem þegar er búið að nota til húshitunar, útskýrir Óttar. Þaðan er því dælt í tank í Öskjuhlíð og svo í Nauthólsvíkina eftir þörfum.

Þegar hlýtt er í veðri og mikill hiti marga daga í röð er lítið um að heitt vatn sé notað til húshitunar. Því kemur ekkert, eða lítið vatn í tankinn, og hann tæmist, segir hann.

Óttar segir að það komi þó vatn aftur í tankinn en það gerist hægt þegar hlýtt er úti og sól. Hann gerir þó ráð fyrir því að vatn verði komið aftur í pottinn á morgun en þó er ekki hægt að svara því með vissu fyrr en þá. „Við vonum bara að það verði frost í nótt“, segir Óttar í léttum tón.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Veitna bætir við að bakvatnslögn úr Grensás og Fossvogi sé í viðhaldi. Það eigi einnig þátt í máli. Hún segir það afar sjaldgæft að skortur sé á bakvatni.

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi