Snorri Olsen tollstjóri hefur verið skipaður nýr ríkisskattstjóri frá og með 1. október næstkomandi. Það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem skipar Snorra í embættið. Það var ekki auglýst laust til umsóknar, heldur nýtti ráðherra sé heimild í lögum um opinbera starfsmenn til að flytja starfsmenn úr einu embætti í annað, samkvæmt upplýsingum frá Elvu Björk Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.