Tólf umsækjendur sóttu um stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar. Embættið var auglýst laust til umsóknar 12. október og umsóknarfrestur rann út 28. október. Valnefnd metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð þess efnis til umhverfis- og auðlindaráðherra.