Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tólf sóttu um forstjórastöðu hjá UST

Mynd með færslu
 Mynd: Stjórnarráð Íslands
Tólf umsækjendur sóttu um stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar. Embættið var auglýst laust til umsóknar 12. október og umsóknarfrestur rann út 28. október. Valnefnd metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð þess efnis til umhverfis- og auðlindaráðherra.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Umsækjendur eru:

 • Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
 • Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri
 • Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
 • Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
 • Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
 • Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
 • Kristján Sverrisson, forstjóri
 • Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
 • Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
 • Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
 • Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn