Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau verið í Vatnsdalnum og Vatnsnesinu fyrst og fremst, en sagan gerist þar. Teymið furðaði sig á því hversu lítið hafði breyst í umhverfinu síðan 1830, þegar sagan gerist.
Jennifer Lawrence leikur Agnesi
Í gær var tilkynnt að stórleikkonan Jennifer Lawrence fari með hlutverk Agnesar í myndinni, sem er leikstýrt af ítalska leikstjóranum Luca Guadagnino.
Burial Rites segir sögu Agnesar Magnúsdóttur, sem var tekin af lífi í ársbyrjun 1830 ásamt Friðriki Sigurðssyni. Þau voru dæmd fyrir morðið á húsbónda Agnesar, Natani Ketilssyni bónda á Illugastöðum og Pétri Jónssyni, gestkomanda á bænum, tveimur árum fyrr. Þetta er síðasta aftakan á Íslandi. Bók Hönnu Kent varð gífurlega vinsæl hér á landi og erlendis.
Fréttin hefur verið leiðrétt. Agnes og Friðrik voru ekki elskendur eins og sagði í fyrri útgáfu fréttarinnar. Þá var Pétur Jónsson ekki vinnumaður á bænum heldur var hann gestkomandi.