Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Tíu gráðu hlýnun?

13.06.2016 - 15:22
Mynd: - / wikipedia
Leiðtogar stærstu iðnríkjanna, hins svonefnda G7 hóps, samþykktu nýlega að hætta stuðningi við vinnslu og notkun jarðefnaeldsneytis fyrir árið 2025. Það virðist þó eitthvað málum blandið hverskonar stuðning er átt við. Gríðarlegir fjármunir fara í styrki í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti í heiminum.

Stefán Gíslason ræður um það í umhverfisspjalli Samfélagsins í dag. Einnig ber á góma umdeild áform Svía um að selja kolanámur og orkuver sem þeir eiga í Þýskalandi til fyrirtækisins EPH í Tékklandi sem hefur á sér mjög slæmt orð í umhverfismálum.

Stefán segir líka frá nýlegri skýrslu þar sem fjallað er um afleiðingar þess ef öllum þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis er brennt. Í þessari skýrslu er horft til ársins 2300 og  hlýnuni næmi þá 10 gráðum.

leifurh's picture
Leifur Hauksson
dagskrárgerðarmaður