Stefán Gíslason ræður um það í umhverfisspjalli Samfélagsins í dag. Einnig ber á góma umdeild áform Svía um að selja kolanámur og orkuver sem þeir eiga í Þýskalandi til fyrirtækisins EPH í Tékklandi sem hefur á sér mjög slæmt orð í umhverfismálum.
Stefán segir líka frá nýlegri skýrslu þar sem fjallað er um afleiðingar þess ef öllum þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis er brennt. Í þessari skýrslu er horft til ársins 2300 og hlýnuni næmi þá 10 gráðum.