Tilnefnd til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tilnefnd til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins

29.01.2020 - 13:23

Höfundar

Bergrún Íris Sævarsdóttir er tilnefnd til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins fyrir bókina Langelstur að eilífu. Þetta var tilkynnt á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Færeyjum í dag.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Bergrúnu en hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í gær fyrir sömu bók. Langelstur að eilífu er þriðja bókin í seríu hennar um vinina Rögnvald og Eyju. Þau eru bestu vinir þrátt fyrir að það sé 90 ára aldursmunur á þeim og lenda þau í ýmsum ævintýrum saman. Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem er á ráðstefnunni, segir að þar sé fjallað um tungumál á vestnorræna svæðinu; Grænlandi, Íslandi og Færeyjum. „Mjög áhugavert efni og ljóst að öll löndin glíma við sömu spurningar um hvernig varðveita á tungumál á smáu málsvæði í heimi alþjóða- og enskuvæðingar, ekki síst í hinum stafræna heimi.“

Mynd með færslu
 Mynd: Kolbeinn Óttarsson Proppé

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Sölvi Björn, Jón Viðar og Bergrún Íris verðlaunuð

Bókmenntir

Sigríður, Bergþóra og Bergrún Íris fá Fjöruverðlaun

Bókmenntir

Skrifar fyrir börn með virðinguna að leiðarljósi

Bókmenntir

Bergrún Íris og Kennarinn sem hvarf