Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Tillaga um staðgöngumæðrun samþykkt

18.01.2012 - 16:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Tillaga Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og 22 annarra þingmanna allra flokka nema Hreyfingarinnar um staðgöngumæðrun var samþykkt á Alþingi nú á fimmta tímanum með 33 atkvæðum gegn 13, fjórir greiddu ekki atkvæði.

Samkvæmt tillögunni verður velferðarráðherra falið að skipa starfshóp sem undirbúi lagafrumvarp sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Mjög skiptar skoðanir komu fram við atkvæðagreiðsluna en niðurstaðan varð hins vegar sú sem áður greinir.