Tiana Ósk setti Íslandsmet í 100 metra hlaupi

Mynd með færslu
 Mynd: Frjálsíþróttasamband Ísland

Tiana Ósk setti Íslandsmet í 100 metra hlaupi

29.06.2019 - 14:23
Tiana Ósk Whitworth sló í dag 15 ára gamalt Íslandsmet í 100 metra hlaupi kvenna. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp einnig undir gamla mettímanum í sama hlaupi.

Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna kepptu á sterku unglingamóti í Þýskalandi í dag. Tiana hljóp á 11,57 sekúndum og bætti Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur um 6 hundraðshluta úr sekúndu. Áður átti Tiana Ósk 11,68 best.

Guðbjörg Jóna hljóp á 11,62 í dag og var líka undir Íslandsmeti Sunnu en Guðbjörg Jóna átti fyrir 11,68 eins og Tiana Ósk.

Hlaupið í dag var í undanrásum og komust bæði Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna áfram í úrslit sem verða síðdegis.