Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þúsundir í gleðigöngu í Jerúsalem

06.06.2019 - 17:15
epa07630765 Members and sympathizers of the LGBTI (lesbian, gay, bisexual, transgender, and intersex) community participate in the annual Gay Pride parade in Jerusalem, Israel, 06 June 2019. Under heavy police security, thousands of people marched at the 18th Jerusalem March for pride and tolerance, this year's parade theme is "One Community - Many Faces" as marchers call for equality, security and freedom for the LGBT community.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þúsundir gengu um götur Jerúsalem í dag í tilefni af Gay Pride-hátíðinni sem haldin er í átjánda skipti þar í landi. Mikil öryggisgæsla var í tengslum við gönguna en um 2.500 lögreglumenn stóðu vörð um hana.

Lögreglan handtók einn mann sem sýndi af sér grunsamlega hegðun. Hann reyndist bera eggvopn. Að auki handtók lögregla 17 manns sem reyndu að trufla gönguna. Fréttastofan AFP greinir frá þessu.

Mikil gleði einkenndi gönguna sem hófst í miðborg Jerúsalem og lá um götur borgarinnar þar sem fólk bar fána og söng baráttusöngva.

Einn þátttakandi í göngunni sagði að það væri mikilvægt að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir erfiðleika og mótbyr, sérstaklega í Jerúsalem.

Borgaryfirvöld merktu leið göngunnar með regnbogaborðum þrátt fyrir að Areyh Stern, borgarstjóri Jerúsalem, hafi lýst yfir andstöðu sinni við slíkum áformum. Hann sagði að slíkt myndi særa blygðunarkennd sumra borgara.

Hnífaárás enn í fersku minni

Árið 2015 varð 16 ára stúlka fyrir árás í Gay Pride göngunni í Jerúsalem með þeim afleyðingum að hún lét lífið. Árásarmaðurinn, Yishai Shilissel, hlaut lífstíðardóm fyrir árásina. Shlissel hafði áður hlotið 10 ára langan fangelsisdóm fyrir sambærilega árás í Gay Pride göngunni árið 2005 en var látinn laus 3 vikum fyrir gönguna árið 2015.

Í kjölfar árásarinnar árið 2015 hafa fjölmargir gagnkynhneygðir borgarar sýnt göngunni stuðning sinn með beinum hætti.

Á miðvikudagskvöld tilkynnti forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, skipun fyrsta samkynhneygða prestsins þar í landi.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael