Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þurrar götur og aukið svifryk

12.02.2020 - 13:45
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í Reykjavík í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Styrkur svifryks klukkan 11 í dag var 114 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 95 míkrógrömm. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir svifryk 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Köfnunarefnisdíoxíðmengunin kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferðin er sem mest. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndurvegi. 

Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða, segir í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins. 

Vindur er hægur núna og götur þurrar og búist er við svipuðum aðstæðum í dag og því lík­ur á svifryks- og köfn­un­ar­efn­is­díoxíðmeng­un, einkum við um­ferðargöt­ur. Fólk, sem er viðkvæmt fyrir í öndunarfærum, og börn, ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu nálægt stórum umferðagötum.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir