Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Þurfa að flytja hælisleitandann til baka

22.02.2018 - 13:34
Mynd með færslu
 Mynd: Facebook
Stjórnvöld þurfa að flytja hælisleitandann sem nýlega var fluttur úr landi aftur til baka verði réttað í líkamsárásarmáli þar sem hann er lykilvitnið.

Houssin Bsraoi sem kom fyrir hálfu öðru ári til landsins varð fyrir alvarlegri líkamsárs á Litla-Hrauni fyrir réttum mánuði. Þar afplánaði hann refsingu fyrir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að gerast laumufarþegi með skipum sem á voru á leið vestur um haf. Samfangar Houssins gengu í skrokk á honum og brutu meðal annars í honum tennur. Var hann í framhaldinu fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. 

Lilja Margrét Olsen er réttargæslumaður hans í þessu árásarmáli. Hún segir að óheimilt sé að taka skýrslur af lykilvitnum í sakamáli í síma samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að ekki megi taka skýrslu af vitni í gegnum síma ef ætla mætti að úrslit máls geti ráðist af framburði vitnisins. Auk þess eigi hann bótakröfu í málinu og þurfi að geta verið hér á landi til þess að sækja rétt sinn. 

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV