Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þungfært á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður

17.03.2020 - 14:05
Innlent · Landshlutar · færð · veður
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Vetrarfærð er um mest allt land og mikið um ófærð á Vestfjörðum. Búið er að opna Svínvetningabraut svo það er fært milli Reykjavíkur og Akureyrar. Holtavörðuheiðin er þungfær og slæmt ferðaveður.

Vegir um Vestfirði eru víðast ófærir eða lokaðir og ekki viðrar til moksturs fyrr en á morgun, samkvæmt veðurspá. Búið er að opna veginn um Kleifaheiði og Mikladal og fært er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar.

Ófært er á sunnanverðu Snæfellsnesi og Fróðarheiði er lokuð. Holtavörðuheiðin er þungfær og þar er slæmt ferðaveður.

Það er víða snjóþekja og skafrenningur í Húnavatnssýslum. Ófært er í Langadal en búið er að opna Svínvetningabraut og því er fært á milli Akureyrar og Reykjavíkur.