Thunberg siglir yfir Atlantshafið

13.08.2019 - 21:44
Mynd: EPA-EFE / ENDE GELAENDE
Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg ávarpar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York í næsta mánuði. Ferðalagið þangað hefst þó fyrr, því Thunberg vill ekki fljúga á áfangastað vegna óumhverfisvænna losunaráhrifa flugvéla.

Í staðin fer hún siglandi á skútu sem knúin er sólarrafhlöðum og sérstakri túrbínu sem framleiðir rafmagn með vistvænum hætti.

Thunberg kannaði aðstæður á skútunni í dag, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.  Hún áformar að ýta úr vör frá Plymouth í Bretlandi á morgun. Ferðin tekur líklega um hálfan mánuð. 
 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi