Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrjú smit utan höfuðborgarsvæðisins

10.03.2020 - 14:52
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Um 600 manns eru í sóttkví vegna COVID-19. Langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Staðfest smit eru nú 69, af þeim eru þrjú utan höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt upplýsingum frá landlækni voru 75 manns á landsbyggðinni í sóttkví í gær. 574 voru í sóttkví á landinu öllu og skiptist það svona milli landshluta:

  • Höfuðborgarsvæðið: 499
  • Suðurnes: 15
  • Vesturland/Vestfirðir: 20
  • Norðurland: 18
  • Austurland: 4
  • Suðurland: 18

Staðfest smit eru nú 69. Af þeim eru 66 á höfuðborgarsvæðinu og 3 á suðurlandi.