Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrjú sækja um í Lögmannshlíðarsókn og sex í Þorlákshöfn

Mynd með færslu
 Mynd: Eva Björk Benediktsdóttir - RÚV
Þjóðkirkjan auglýsti nýlega eftir tveimur prestum í prestaköllin í Glerárkirkju og Þorlákshöfn. Þjóðkirkjan hefur nú birt nöfn umsækjenda. Umsóknarfrestur um starf sóknarprest í prestaköllunum tveimur rann út 9. desember og verður skipað í þau frá 1. febrúar 2020.

Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju.

Um stöðuna sóttu:

Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir
Sr. Sindri Geir Óskarsson
Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir

Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyrar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarssóknum.

Í Þorlákshöfn sóttu sex manns um. Það eru:

Erna Kristín Stefánsdóttir, mag. theol.
Sr. Gunnar Jóhannesson
Sr. Haraldur Örn Gunnarsson
Sr. Jónína Ólafsdóttir
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir
Ægir Örn Sveinsson, mag. theol.

Í Þorlákshafnarprestakalli, eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur: Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, Hjallakirkja að Hjalla í Ölfusi og Strandarkirkja að Strönd í Selvogi.