Þrjú ný tilfelli í Eyjum og staðfest smit orðin 57

29.03.2020 - 22:09
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr - RÚV
Þrjú sýni til viðbótar greindust jákvæð í Vestmannaeyjum í kvöld og þar eru staðfest smit COVID-19 því orðin 57 talsins. Allir aðilarnir voru þegar í sóttkví og eru nú í einangrun. Alls hafa 594 verið í sóttkví í Eyjum og 173 hafa lokið sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Eyjum.

„Brýnt er fyrir fólki nú sem endranær að fara að leiðbeiningum, halda tveggja metra fjarlægð við náungann og hjálpa til við að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Saman gengur okkur betur,“ segir í tilkynningunni.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi