Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrjú handtekin fyrir líkamsárás á Kópaskeri

29.02.2020 - 03:57
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Þrjú voru handtekin fyrir líkamsárás á Kópaskeri í gærkvöld. Vísir greindi frá því í nótt að Lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi borist tilkynning um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum í gærkvöld.

Illa gekk að koma viðbragðsaðilum á vettvang þar sem flestir vegir á Norðausturlandi eru lokaðir vegna óveðurs. Heimildir Vísis herma að sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi verið send til Kópaskers með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendir frá sér fréttatilkynningu vegna málsins klukkan átta.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV