Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrjú fíkniefnamál komu upp á Lauf­skála­rétt

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Þrjú fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi vestra um helgina en réttað var í Lauf­skála­rétt í Hjaltadal á laugardag. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var um talsvert magn að ræða sem talið er að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu.

Fjöldi ökumanna stöðvaður fyrir umferðarlagabrot

Þá voru á áttunda tug ökumanna stöðvaðir fyrir ýmiss umferðarlagabrot í umdæminu um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk réttin að öðru leyti vel en þar var saman kominn mikill fjöldi manna og hesta.

Lögreglan segir einnig frá því að fyrri part vikunnar hafi hald verið lagt á umtalsvert magn kannabisefna og örvandi efna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu.