Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme

28.02.2016 - 08:00
epa00655313 (FILES) A file photograph dated 1985 of former Swedish Prime Minister Olof Palme pictured in Stockholm 1985. Tuesday 28 February will mark the 20 year anniversary of the murder of Palme. The murder is still under investigation.  EPA/TOBBE
 Mynd: EPA - SCANPIX SWEDEN FILES
Í dag, 28. febrúar, eru þrjátíu ár liðin frá því að Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana þar sem hann gekk heim úr kvikmyndahúsi með eiginkonu sinni í miðborg Stokkhólms. Leit sænsku lögreglunnar að morðingjanum er ein umfangsmesta lögreglurannsókn veraldarsögunnar en hefur þó lítinn árangur borið á þremur áratugum.

Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, rifjaði upp söguna af Palme-morðinu og lögreglurannsókninni endalausu í tveimur hlutum í þáttunum Í ljósi sögunnar, sem heyra má hér fyrir neðan:

Mynd: EPA / PRESSENS_BILD_FILES
Fjallað um atburðarás kvöldsins 28. febrúar 1986, fyrstu skref lögreglunnar í leit að banamanni forsætisráðherranum og mál ógæfumannsins Christers Pettersons.
Mynd: EPA / TT NEWS AGENCY
Sjónum beint að öðrum mögulegum sökudólgum sem nefndir hafa verið til sögunnar. Þar er af nógu að taka, enda hafa ótal kenningar um hver hafi staðið að baki morðinu á Palme orðið til á undanförnum þremur áratugum.
atli's picture
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn