Ellen Johnson-Sirleaf, forseti Líberíu, landi hennar og baráttukonan Leymah Gbowee og jemenska kvenréttindakonan og lýðræðissinninn Tawakkul Karman, deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar, tilkynnti þetta í morgun.