Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Þrjár konur deila friðarverðlaunum

07.10.2011 - 09:56
 Mynd:
Ellen Johnson-Sirleaf, forseti Líberíu, landi hennar og baráttukonan Leymah Gbowee og jemenska kvenréttindakonan og lýðræðissinninn Tawakkul Karman, deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar, tilkynnti þetta í morgun.

Hann sagði að ekki væri hægt að tryggja lýðræði og varanlegan frið nema að konur fengju sömu tækifæri og karlar til að hafa áhrif á þróun mála á öllum stigum samfélagsins. Þær Johnson-Sirleaf, Gbowee og Karman fengju verðlaunin fyrir friðsama baráttu sína fyrir öryggi og auknum réttindum kvenna.

Ellen Johnson-Sirleaf er fyrsta konan sem kjörin er forseti í Afríku. Leymah Gbowee var í forsvari kvenna sem börðust fyrir friði í Líberíu og þátttöku kvenna í kosningum að borgarastríði loknu. Tawakkul Karman, hefur undanfarin ár barist fyrir réttindum kvenna, lýðræði og friði í Jemen.