Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrír af hverjum hundrað í geðrof

Mynd: RÚV / RÚV

Þrír af hverjum hundrað í geðrof

26.10.2019 - 12:05

Höfundar

Geðrof er algengara en fólk heldur, að sögn Halldóru F. Víðisdóttur hjá Laugarási sem er meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára með byrjandi geðrofssjúkdóm.

„Algengasti og jafnframt þyngsti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi,“ að sögn Halldóru. „Svo getur verið neyslutengt geðrof, geðhvörf með geðrofseinkennum, blanda af þessu tvennu og fleira og fleira.“ Það eina sem sé í raun sameiginlegt með þessum sjúkdómum sé að geðrof er eitt af einkennum þeirra. „Geðrof er í raun algengara en flesta grunar, þrír af hverjum hundrað fara í geðrof á ævinni, og það er mest hætta hjá ungu fólki. Það er algengast að fyrsta geðrof sé fyrir þrítugt, og yfirleitt enn yngra, á aldrinum 20-25 ára.“

Rætt var við Halldóru F. Víðisdóttur í lokaþætti Heilabrota sem sýndur var í gær. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni og eldri þætti í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

„Kannski fá þau sektarkennd þegar ég drep mig“

Setjum pressu með ósveigjanlegum reglum

Menningarefni

Sótti ekki bílinn í átta mánuði út af kvíða

Að sjálfsögðu var ég að deyja