Þriðjungur þorpsbúa felldur í Malí

11.06.2019 - 01:43
epa00995900 The Dogon village of Teli in Dogon country during presidential elections, Mali 29 April 2007.  The Dogon tribe is one of Africa's oldest and best preserved cultures with its traditions and lifestyles still very intact. Malians voted Sunday for a new president in what some consider one of the most stable democracies in West Africa. Mali, twice the size of France, is one of the world's poorest countries ranking 175 out of 177 in the United Nations Development Programme human development report. Eight candidates, including one woman and the current head of state Amadou Toumani Toure are running for  president. More than 1000 international observers are monitoring the elections in the shadow of last weeks flawed polls in Nigeria.  EPA/NIC BOTHMA
Þorp Dogon þjóðarinnar í Malí. Mynd: EPA
Nærri 100 voru drepnir í árás á þorp Dogon þjóðarinnar í Malí síðustu nótt. 19 til viðbótar er saknað eftir árásina. AFP fréttastofan hefur eftir þorpsbúa að um 50 þungvopnaðir menn hafi umkringt þorpið á mótorhjólum og pallbílum áður en þeir gerðu árás. Hver sem reyndi að flýja var drepinn, hvort sem það voru konur, börn eða eldri þorpsbúar. 

Enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en stjórnvöld rannsaka hana sem hryðjuverk. Bæjarstjóri nærliggjandi bæjar telur hins vegar að menn frá Fulani þjóðinni hafi ráðist í þorpið. Dogon, sem er veiðimannaþjóð, og hirðingjaþjóðin Fulani hafa eldað grátt silfur saman svo árum skiptir.

Hryðjuverkaárásir íslamista hafa einnig verið tíðar undanfarna mánuði í Malí.
Þeir sem féllu í árásinni voru um þriðjungur þorpsbúa. Í mars á þessu ári voru yfir 130 myrtir í Fulani þorpi, af mönnum sem klæddust hefðbundnum klæðnaði Dogon þjóðarinnar.

Á vef BBC er skýrt frá því að Dogon þjóðin hafi búið í miðri Malí um aldaskeið. Hún heldur sig á sömu slóðum og yrkir jörðina. Margir hópar Fulani þjóðarinnar ferðast hins vegar um langar leiðir sem hirðingjar í vesturhluta Afríku. Ágreiningur um auðlindir á milli hirðingja og bænda hefur staðið yfir lengi. Átökum á milli þeirra hefur svo fjölgað eftir að vígasveitir íslamista hreiðruðu um sig á svæðinu. Dogon og Fulani saka hvora aðra um árásir.

Múslimar eru í meirihluta Fulani þjóðarinnar. Því hafa verið uppi sagnir um að þjóðin tengist uppgangi íslamista. Fulani kenna á móti varnarsveitum Dogon um árásir gegn sér.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi