Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Mart Jarvik, sem fór með málefni landsbyggðarinnar í ríkisstjórn Eistlandi, hefur verið rekinn. Juri Ratas, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.
Jarvik er þriðji ráðherrann úr EKRE-flokknum, flokki lengst til hægri, sem rekinn er úr stjórninni á innan við hálfu ári.
Nefnd sem forsætisráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Jarvik væri sekur um margvíslegar misgjörðir og sagðist Ratas í morgun ekki lengur geta treyst honum.
EKRE-flokkurinn hafði hótað því að hætta í stjórn yrði Jarvik rekinn, en Ratas sagði að stjórnarflokkarnir þrír ætluðu halda áfram samstarfi sínu.