Þriðji Meistaradeildarleikurinn án áhorfenda

epa08277255 FC Barcelona's Lionel Messi (R) celebrates with teammates after scoring the 1-0 lead from the penalty spot during the Spanish La Liga soccer match between FC Barcelona and Real Sociedad at Nou Camp stadium in Barcelona, Spain, 07 March 2020.  EPA-EFE/TONI ALBIR
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Þriðji Meistaradeildarleikurinn án áhorfenda

10.03.2020 - 10:29
Seinni umferð 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Þrír leikir umferðarinnar verða spilaðir án áhorfenda vegna COVID-19 faraldursins.

Tveir leikir verða spilaðir í seinni umferðinni í kvöld. RB Leipzig tekur á móti Tottenham en Leipzig er 1-0 yfir í einvíginu eftir sigur í Lundúnum í fyrri leik liðanna. Þá tekur Valencia á móti Atalanta og verða engir áhorfendur á Mestalla-leikvanginum í Valencia vegna COVID-19. Atalanta vann fyrri leik liðanna 4-1.

Annað kvöld tekur Liverpool svo á móti Atletico Madrid en Madrídingar eru 1-0 yfir í einvíginu eftir fyrir umferðina. PSG og Dortmund eigast við annað kvöld á Parc des Princes í París og verður sá leikur leikinn fyrir luktum dyrum.

Í morgun var það svo staðfest að engir áhorfendur yrði á Camp Nou í Barcelona þegar Börsungar mæta Napoli í seinni umferð 16-liða úrslitanna á miðvikudaginn í næstu viku. Þar er staðan í einvíginu jöfn 1-1.

Þrír leikir Meistaradeildarinnar verða því spilaðir fyrir luktum dyrum eins og staðan er í dag. Það er þó ljóst að margt getur breyst á næstu dögum en stjórnvöld víða í Evrópu eru uggandi yfir útbreiðslu COVID-19 faraldurins og margir að íhuga samkomubann sem mun þá hafa töluverð áhrif á íþróttalífið.