Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þrennt lést í flugslysinu í Istanbúl

06.02.2020 - 04:00
Erlent · Tyrkland · Evrópa
epa08195704 Firefighters and medics try to help victims after a Pegasus Airlines plane has skidded off the Sabiha Goken airport runway in Istanbul, Turkey 05 February 2020. Fifty two people are injured after the Boeing 737-800 internal flight from Izmir has skidded off a runway. The aircraft was carrying 177 passengers  and six crew members according to Turkish media.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þrennt lést og 179 slösuðust þegar farþegaþota rann út af flugbraut á flugvellinum í Istanbúl í vondu veðri í gærkvöld, brotnaði í þrjá hluta og byrjaði að brenna. Í beinni útsendingu í tyrknesku sjónvarpi mátti sjá fólk forða sér út úr brennandi flakinu í gegnum stóra rifu á skrokknum og út á væng. Margir farþegar komust út af sjálfsdáðum en öðrum var bjargað af slökkviliðsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum.

Vélin, Boeing 737-þota tyrkneska lágfargjaldafélagsins Pegasus Airlines, var að koma frá hafnarborginni Ismir í Vestur-Tyrklandi. Veður var vont í Istanbúl þegar hún kom inn til lendingar, hvassviðri mikið og úrhellisrigning, og var lendingin allharkaleg. 177 farþegar voru um borð og 6 manna áhöfn. Hin látnu voru öll tyrknesir ríkisborgarar.

Mildi að ekki fór verr

AFP-fréttastofan hefur eftir héraðsstjóra Istanbúl, Ali Yerlikaya, að vélin hafi „runnið eina 60 metra " eftir að hún fór út af flugbrautinni og „fallið um það bil 30 - 40 metra" niður bratta brekku. Sagði hann mikla mildi að ekki hafi farið verr í þessu slysi, sem hann rekur alfarið til óveðursins. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV