Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þrastarhreiður í úrkomumæli

15.07.2019 - 15:01
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons - Wikimedia
Bjarki Borgþórsson, snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði kom að þrastarhreiðri í úrkomumæli á föstudaginn. „Ég tók svona rútínutékk, eins og ég geri á sumrin. Þá sá ég að þrastarhreiður fyllti hann allan,“ segir hann. Hann segir að þetta sé gott hreiðurstæði fyrir þresti.

Bjarki sagði að ungarnir væru uppkomnir og hreiðrið yfirgefið svo hann hreinsaði mælinn sem reyndist vera alveg stíflaður. Vegna hreiðursins hafði nær engin úrkoma mælst á Seyðisfirði í einhvern tíma, segir hann. 

„Þetta er eitthvað sem ég þarf að fylgjast með í framtíðinni. Mig hefði aldrei grunað að þetta gæti gerst. Hér eftir mun ég hafa augun betur hjá mér.“

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn