Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Þorsteinn Bergsson yfirgefur VG

Mynd með færslu
 Mynd:
Þorsteinn Bergsson, sem bauð sig fram í embætti varaformanns Vinstrihreyfingarinnar grænt framboð, hefur sagt sig úr flokknum. Hann ætlar að taka annað sætið á lista Regnbogans, nýrrar stjórnmálahreyfingar sem Bjarni Harðarson, Atli Gíslason og Jón Bjarnason standa meðal annars að, á Norðausturlandi

Þetta staðfesti Þorsteinn í samtali við RÚV. Smugan greindi frá því að Þorsteinn hefði yfirgefið flokkinn en Baldvin Sigurðsson, kenndur við Flugkaffiteríuna á Akureyrarflugvelli, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi.

Þorsteinn segir  stefnu VG í Evrópumálunum hafa valdið sér miklum vonbrigðum, honum þyki einsýnt að þá stefnu verði ekki hægt að laga Þá telur hann að flokkurinn hafi ekki staðið sig nægjanlega vel í umhverfismálum.

Þorsteinn vildi ekki tjá sig um hvernig efstu sætin í öðrum kjördæmum hjá Regnboganum yrðu skipuð. Sagði að menn ætluðu að hittast á mánudaginn og þá færu línur að skýrast.

Smugan greinir frá því að Jón Bjarnason ætli að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi og Bjarni Harðarson verði í forystusætinu í Suðurkjördæmi.