Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þorp rýmd vegna skógarelda í Portúgal

21.07.2019 - 10:40
In this grab taken from video on Saturday, July 20, 2019 provided by TVI, members of the emergency services try to extinguish the fire, in Vila de Rei, Portugal. Portuguese authorities say 1,000 firefighters are working to contain wildfires that have injured eight firefighters and one civilian. Portugal’s Civil Protection Agency says Sunday that firefighters are combating flames that broke out Saturday across three fronts in the district of Castelo Branco, 200 kilometers (124 miles) northeast of Lisbon, the capital. This is the first major wildfire in Portugal this year. (TVI via AP)
 Mynd: AP
Yfir þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við að ráða niðurlögum skógarelda á þremur stöðum í fjalllendi Castelo Branco í Portúgal, um 200 kílómetra norður af höfuðborginni Lissabon. Lokað hefur verið fyrir umferð um nokkra þjóðvegi vegna eldanna og nokkur þorp hafa verið rýmd í varúðarskyni.

Reynt var að slökkva eldana úr lofti í gær og var um 20 flugvélum og þyrlum flogið yfir svæðið fram í myrkur og taka þátt áfram í slökkvistarfinu í dag. Portúgalski herinn hefur sent mannskap og tæki til að greiða leið slökkviliðsins að eldunum.

Fimm hafa slasast, fjórir slökkviliðsmenn og einn almennur borgari sem var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu til Lissabon.

Tugir létu lífið í skógareldum á sama svæði fyrir tveimur árum. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV