Þorleifur Örn semur við Þjóðleikhúsið

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Þorleifur Örn semur við Þjóðleikhúsið

28.02.2020 - 17:25

Höfundar

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samning við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf og efla alþjóðlegt samstarf.

„Það er mér mikið gleðiefni að snúa aftur til starfa við Þjóðleikhúsið og leggja mitt á vogarskálarnar næstu árin fyrir leikhús allra Íslendinga,“ segir Þorleifur í tilkynningu Þjóðleikhússins. Hann segir leikhúsið sanda á skapandi tímamótum og hann muni nýta reynslu sína og tengs til þess að opna á alþjóðlegt samstarf.

Hlutverk Þorleifs verður samhliða því að leikstýra verkum á fjölum Þjóðleikhússins að efla alþjóðlegt samstarf og veita listræna ráðgjöf á tímabilinu. Hann heldur áfram að leikstýra við erlend leikhús en hann mun ekki vinna við önnur leikhús hérlendis á meðan samningstíma stendur.

Fyrsta sýning hans verður sýnd á næsta leik­ári en um er að ræða nýja leikgerð eftir hann sjálfan af Rómeó og Júlíu eftir Willi­am Shakespeare. Upprunalega stóð til að hún yrði sýnd á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á leikárinu 2020-2021. Í viðtali við Fréttablaðið segir Þorleifur að vinna hans við Borgarleikhúsið hafi verið í beinu samhengi við áralangt samstarf hans við Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra, sem sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu. „Þegar sú at­burða­rás fer í gang að hún hættir þá þurfti að stokka upp spilin á ný,“ segir Þorleifur.

Þorleifur hefur síðustu ár náð miklum árangri sem leikstjóri í Evrópu og starfað í leikhúsum víða um Evrópu. Nú gegnir hann stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín, einu virtasta leikhúsi Þýskalands, og hann var nýlega útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi. 

Tengdar fréttir

Leiklist

Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir Makbeð

Menningarefni

Brynhildur Guðjóns ráðin borgarleikhússtjóri

Leiklist

Borgarleikhússtjóri óskar eftir því að hætta fyrr

Leiklist

Þorleifur ráðinn stjórnandi í Volksbühne