Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þorgerður Katrín gefur ekki kost á sér

29.04.2016 - 21:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. Hún segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að gefa kost á sér aftur hafi gert útslagið.

„Ég er búin að gera endanlega upp hug minn og hef ákveðið að gefa ekki kost á mér,“ sagði Þorgerður Katrín í þættinum. Hún hafi gaman af því að velta þessu fyrir sér. „Það er stærsta breytan [aðspurð um Ólaf Ragnar]. Hann er reynsubolti og ég held að það skipti máli að hann hefur þetta forskot. Ég virði hann og ég held að ef hann telur sig hafa erindi og ég held að hann hafi þessvegna erindi við þjóðina, þá fer hann bara í þessar kosningar.“

Nú fer að styttast í að framboðsfresturinn renni út, en tilkynna þarf framboð í síðasta lagi fimm vikum fyrir kosningar, eða 21. maí.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV