Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. Hún segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að gefa kost á sér aftur hafi gert útslagið.