Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forstjóri Gray Line á Íslandi, leiðir lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningunum í vor. Opinn félagsfundur flokksins samþykkti síðdegis í dag tillögu uppstillingarnefndar. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, skipar annað sæti listans.
Mynd með færslu
 Mynd: Viðreisn

Þórdís Lóa lét af störfum sem forstjóri Gray Line í haust. Í tilkynningu frá flokknum segir að í borgarmálunum muni Viðreisn leggja áherslu á frjálslyndi, víðsýni, almannahagsmuni og jafnrétti. Þar er haft eftir Þórdísi Lóu að Viðreisn vilji stuðla að því að Reykjavík verði besta borg Evrópu.

Í þriðja sæti listans er Diljá Ámundadóttir, sem situr í mannréttindaráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Björt framtíð býður ekki fram í borginni í vor. Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður flokksins, skipar heiðurssæti listans.

Framboðslistinn lítur svona út í heild sinni:

1. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagfræðingur
2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
3. Diljá Ámundadóttir, almannatengill og varaborgarfulltrúi
4. Gunnlaugur Bragi Björnsson, viðskiptafræðingur
5. Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, grunnskólakennari
6. Geir Finnsson, formaður Uppreisnar í Reykjavík
7. Arna Garðarsdóttir, mannauðsstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands
8. Ingólfur Hjörleifsson, aðjúnkt við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ
9. Helga Lind Mar, laganemi, frístundaleiðbeinandi og aktívisti
10. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri
11. Sara Sigurðardóttir, sérfræðingur í markaðsmálum
12. Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður
13. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, nemi
14. Freyr Gústavsson, tekjustjóri
15. Þórunn Hilda Jónasdóttir, verkefnastjóri viðburða
16. Arnar Kjartansson, nemi
17. Jenný Guðrún Jónsdóttir, rekstarstjóri
18. Sverrir Kaaber, skrifstofustjóri
19. Kristín Ágústsdóttir, sérfræðingur
20. Oddur Mar Árnason, þjónn
21. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
22. Einar Thorlacius, lögfræðingur
23. Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
24. Aron Eydal Sigurðarson, þjónustufulltrúi
25. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms og starfsráðgjafi
26. Gylfi Ólafsson, doktorsnemi
27. Dóra Tynes, lögmaður
28. Lárus Elíasson, verkfræðingur
29. Sóley Ragnarsdóttir, lögfræðingur
30. Starri Reynisson, stjórnmálafræðinemi
31. Sandra Hlín Guðmundsdóttir, nám- og starfsráðgjafi
32. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
33. Sigrún Helga Lund, dósent í líftölfræði
34. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri
35. Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, markaðsstjóri
36. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands
37. Ásdís Rafnar, lögfræðingur
38. Lúðvíg Lárusson, sálfræðingur
39. Stefanía Sigurðardóttir, viðburðastjóri
40. Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur
41. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur
42. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri
43. Tanja Kristín Leifsdóttir, grunnskólakennari
44. Andri Guðmundsson, deildarstjóri
45. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, fyrrverandi lektor
46. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi