Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Þóra býður sig fram til forseta

04.04.2012 - 16:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hún tilkynnti þetta síðdegis á blaðamannafundi í Hafnarborg.

Þóra er með BA-próf í heimspeki og framhaldspróf í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá John Hopkins-háskólanum í Wahsington og Bologna. Hún hefur starfað við fjölmiðla í 15 ár, lengst af á RÚV. Hún hefur meðal annars verið aðstoðarritstjóri Kastljóss undanfarin ár.

Þóra er sú sjötta til að tilkynna um framboð sitt en tæpir þrír mánuðir eru til kosninga. Þeir sem gefið hafa kost á sér eru: Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Ástþór Magnússon athafnamaður í Reykjavík, Jón Lárusson lögreglumaður á Selfossi, Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti í Skagafirði, búsettur í Noregi og Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor.

Sambýlismaður Þóru er Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV. Hann hefur tekið sér leyfi frá störfum frá og með deginum í dag.