Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Þjóðverjar eyðsluglaðastir hér

17.01.2012 - 14:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Hver einstaklingur innan fjölskyldu sem heimsækir Ísland, eyðir að meðaltali tæpum 184 þúsund krónur hér á landi fyrir utan flugmiða. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu.

Þjóðverjar eyða að meðaltali mestu, eða rúmum 244.000 krónum. Spánverjar eyða næstmestu eða um 222.000 krónur og þá Ítalir sem eyða um 217.000 krónum á mann.

Minnstu eyða Svíar eða rúmum 107.000 krónum á mann.

Náttúra Íslands og landslag er það sem ferðamönnum sem hingað koma þykir minnistæðast eftir dvöl sína samkvæmt könnuninni.

Spurt var hvað væri minnistæðast úr Íslandsferðinni og sögðu 31% það vera náttúru og landslag, tæp 20% nefndu Bláa Lónið - og 13,5% fólkið og gestrisnina.

12,6% nefndu Reykjavík, 12,4% Geysi og Strokk og 11,5% göngu og fjallgöngu.

Tæp ellefu prósent ferðamanna nefndu svo hvalaskoðun og rúm tíu prósent jökullón og ísjaka.