Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þjóðvegur 1 lokaður á milli Hvolsvallar og Víkur

01.03.2020 - 17:35
Mynd með færslu
Vegalokun í febrúar 2019. Mynd úr safni. Mynd:
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hefur Þjóðvegi eitt á Suðurlandi verið lokað frá Hvolsvelli að Vík. Fyrr í dag fóru nokkrir bílar út af veginum austan við Hvolsvöll og fór Björgunarsveitin Dagrenning á vettvang til að aðstoða fólk. Engin slys urðu að sögn Magnúsar Kristjánssonar, formanns Dagrenningar, og var bílunum ekið aftur til baka í vesturátt.

Vegurinn er einnig lokaður yfir Skeiðarársand og í Öræfasveit, frá Fosshóteli Núpum að Jökulsárlóni.

Á Austurlandi er ófært á Vatnsskarði eystra og Heiðarenda. Fjarðarheiði er lokuð.

Á Norðausturlandi er vegurinn um Hófaskarð ófær, og lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði.

Á Öxnadalsheiði er snjóþekja og lélegt skyggni og Siglufjarðarvegur er lokaður.

Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka og skafrenningur á flestum leiðum.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir