Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þjóðvegum lokað um allt land

14.02.2020 - 09:24
Mynd: Rúnar Snær Reynisson / RÚV
„Hér verður ekki opnað fyrr en í maí,“ sagði starfsmaður Vegagerðarinnar í háði þegar hann kom lokunarhliði fyrir á Þjóðveg 1 á Fagradal, Egilsstaðamegin. Fjallvegum á Austurlandi hefur verið lokað eins og svo víða annarsstaðar.

Lokað og ófært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagradal, Breiðdalsheiði, Öxi og Streiti.

Á vef Vegagerðarinnar má sjá ítarlegt yfirlit um allar lokanir á þjóðvegum og hvenær ráðgert er að opna á ný. Flestar aðalleiðir á öllu landinu eru lokaðar og fólk beðið um að vera ekki á ferðinni.