Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þjóðvegi eitt lokað að hluta á Suðausturlandi

24.10.2019 - 19:15
Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin
Þjóðvegi eitt hefur verið lokað á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði og verður hann líklegast lokaður fram á nótt, eða þar til ferðafært verður á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er gert ráð fyrir því að það hvessi enn frekar á svæðinu og sandfok, og hætta á sandfoki, aukist. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að víða á norðanverðu landinu sé vetrarfærð, skafrenningur og éljagangur. Greiðfært sé að mestu á sunnanverðu landinu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.