Allir fulltrúar í þjóðleikhúsráði hafa sagt af sér. Er það gert svo umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra sé hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi einstakra fulltrúa í ráðinu. Staða þjóðleikhússtjóra er nú laus til umsóknar en Ari Matthíasson gegnir starfinu nú.