Þjóðleikhúsráð búið að skila umsögn

29.09.2019 - 08:27
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þjóðleikhúsráð skilaði fyrir helgi umsögn sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra. Sjö sóttu um stöðuna og verða þeir umsækjendur sem metnir voru hæfastir boðaðir í framhaldsviðtöl í mennta- og menningarmálaráðuneytinu á næstunni. Nýr þjóðleikhússtjóri verður skipaður frá og með áramótum.

Að því er fram kemur í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu hafði þjóðleikhúsráð matsviðmið frá sérfræðingum Capacent til hliðsjónar við umsögn sína. Þar er meðal annars tekið á menntunar- og hæfniskröfum. 

Einnig hefur verið auglýst eftir ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis. Hæfnisnefnd sem var skipuð vegna þeirra skipunar skilar greinargerð til ráðherra fyrir mánaðamót. Nýr ráðuneytisstjóri verður skipaður 1. desember. Þrettán sóttu um embættið.

Þessi sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra

 • Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri,
 • Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri,
 • Guðbjörg Gústafsdóttir,
 • Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri,
 • Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins,
 • Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri
 • Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.

Þessi sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra

 • Friðrik Jónsson, deildarstjóri
 • Guðmundur Sigurðsson, prófessor
 • Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
 • Helgi Grímsson, sviðsstjóri
 • Hlynur Sigursveinsson, hagfræðingur
 • Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri
 • Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri
 • Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri
 • Magnús Einarsson, framhaldsskólakennari
 • Margrét Björk Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnunarráðgjafi
 • Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
 • Páll Magnússon, bæjarritari
 • Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Leiðrétt 8:52 Listi yfir umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra hefur verið leiðréttur.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi