Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

„Þjóðin skilur ekki þingið“

22.05.2015 - 14:14
Hanna Birna Kristjánsdóttir - fyrsti dagur á þingi eftir afsögn.
 Mynd: RÚV
Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra segir að þjóðin skilji ekki þingið, hún segir að stjórnmálin verði að breytast.

Hanna Birna sem nú situr í fyrsta skipti á Alþingi sem almennur þingmaður sagðist í hádegisfréttum hálf miður sín yfir þeirri upplifun sem hún verði fyrir daglega nú á Alþingi. 

„Ég held að til þess að þetta breytist hér, til þess að menningin hér á þingi breytist verði eitthvað að breytast í hugsunarhætti okkar sjálfra. Við tökumst hér á dagsdaglega um það hver gerði hvað og hver sagði hvað hvenær og hvers vegna og það er myndin sem að almenningur sér af þingin. Þess vegna stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd ágætu félagar að þjóðin skilur ekki þingið,“ sagði hún. „Og það er ekki bara meirihlutanum að kenna. Það er heldur ekki bara minnihlutanum að kenna. Það er við okkur öll að sakast.“

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV