Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þjóðaröryggisráð Írans hótar hefndum

03.01.2020 - 17:52
epa08100533 A handout photo made available by the supreme leader office shows, Iranian supreme leader Ali Khamenei (R) meets with the family of Iranian Revolutionary Guards Corps (IRGC) Lieutenant general and commander of the Quds Force Qasem Soleimani at his home in Tehran, Iran, 03 January 2020. The Pentagon announced that Iran's Quds Force leader Qasem Soleimani and Iraqi militia commander Abu Mahdi al-Muhandis were killed on 03 January 2020 following a US airstrike at Baghdad's international airport. The attack comes amid escalating tensions between Tehran and Washington.  EPA-EFE/IRAN SUPREME LEADER OFFICE HANDOUT HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Ali Khamenei heimsótti í dag fjölskyldu Qasems Soleimanis og vottaði henni samúð. Mynd: EPA-EFE - Embætti æðsta leiðtoga Íran
Þjóðaröryggisráð Írans hótar Bandaríkjamönnum grimmilegum hefndum fyrir hershöfðingjann Qasem Soleimani, sem féll í drónaárás Bandaríkjahers í Írak í nótt. Varað er við því að atburðurinn eigi eftir að stefna öryggi og stöðugleika í Miðausturlöndum í hættu.

Þjóðaröryggisráðið er æðsta öryggisstofnun Írans. Það er til marks um mikilvægi fundarins að Ali Khamenei erkiklerkur, æðsti ráðamaður landsins, sat hann í fyrsta skipti í mörg ár.

Í yfirlýsingu sem ráðið sendi írönskum fjölmiðlum að fundinum loknum segir að Bandaríkjamenn megi gera ráð fyrir hörðum hefndaraðgerðum fyrir að hafa tekið Soleimani af lífi með glæpsamlegri ævintýramennsku eins og það er orðað. Aftakan sé alvarlegasta glappaskotið sem þeim hafi orðið á í vesturhluta Asíu og þeir verði að taka afleiðingum þess. Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvenær eða hvar Íranar hyggjast láta til skarar skríða.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV