Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrána

24.02.2015 - 15:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það sé afar brýnt að tryggt verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindinni.

Það sé verkefnið sem blasi nú við þegar í ljós sé komið að sjávarútvegsráðherra muni ekki leggja fram frumvarp á þessu þingi um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, eins og að var stefnt. Þetta kom fram við upphaf þingfundar en það var Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sem spurði forsætisráðherra hvort ekki væri áhyggjuefni að frumvarpið kæmi ekki fram og hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði neitunarvald í málaflokknum. Hvatti hann forsætisráðherra til dáða og að beita sér fyrir alvöru þjóðareignarákvæði í stjórnarskrá.