Þjálfun sádiarabískra hermanna hætt

11.12.2019 - 01:47
epa08056097 Members of the Air Force Old Guard Carry team carry the transfer case of Ensign Joshua Caleb Watson, of Coffee, Alabama, during the dignified transfer for three military members killed in a mass shooting at Pensacola Naval Air Station earlier in the week, at Dover Air Force Base in Dover, Delaware, 08 December 2019. The official ceremony was attended by Acting Secretary of the Navy Honorable Thomas Modly, Admiral Michael Gilday and Colonel G. Brian Eddy.  EPA-EFE/SCOTT SERIO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að þjálfun sádiarabískra hermanna á bandarískum herstöðum verði hætt. Ákvörðunin er tekin eftir að ungur hermaður frá Sádi Arabíu skaut þrjá til bana og særði átta á herstöð í Pensacola í Flórída fyrir helgi.

Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar fá sádiarabískir hermenn áfram bóklega kennslu á bandarískum herstöðvum. Herþjálfunin sjálf verður hins vegar ekki í boði. 

David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra, fyrirskipaði endurskoðun á eftirliti með því hvaða erlendu hermenn komast í þjálfun til Bandaríkjanna. Endurskoðuninni á að ljúka á næstu tíu dögum. 

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að árásarmaðurinn í Pensacola hafi lýst Bandaríkjunum á Twitter sem táknmynd illsku. Þá á hann að hafa vísað í Osama Bin Laden skömmu fyrir árásina. Árás mannsins er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk.