
Þingvellir eru hluti af sögusviði Eyrbyggju og ekki ómerkilegur staður, en um 150 kílómetra frá þeim áfangastað sem ferðamennirnir höfðu líklega í huga.
Sumarliði Ásgeirsson, bóndi á Þingvöllum, segir ferðamenn stundum koma á bæinn, steinhissa á þessu nafnarugli.
Ég hef bara bent þeim á að taka þessu rólega, þau eru ekki nema tvo tíma að keyra þetta til baka. En náttúrlega í ókunnugu landi og oft á fyrsta degi í landinu. Svo þetta er oft svolítið fát og pat á þeim.
GPS-tækin eiga að finna stystu leiðina á áfangastað og því þekkist það að ferðafólk haldi á ófærar heiðar. Hjá Landsbjörg hefur komið til umræðu að finna leið til að veita upplýsingum um færð í GPS-tækin, sem gæti fækkað útköllum.
Eftir því sem ég best veit þá á að vera hægt að senda þessar upplýsingar um hvort vegir séu færir eða ekki. Eftir því sem ég best veit geta tækin tekið við þessum upplýsingum, en það vantar sendistöðvarnar.
Segir Sigurður Viðarsson, starfsmaður hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.