Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þingmaður Miðflokksins ánægður með úrskurðinn

23.05.2019 - 17:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Siðanefnd Alþingis hefur fengið Klausturmálið til umfjöllunar frá forsætisnefndinni sem skipuð var í kring um málið. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist ánægður með úrskurð Persónuverndar um að Klausturupptökurnar hafi verið ólögmætar. Hann segir engar samræður hafa farið fram meðal þingmannanna um úrskurðinn, þar sem þeir eru of uppteknir við þingstörf.

Bergþór segir úrskurðinn ánægjulegan. Þau hafi viljað leiða fram hvort sú staða væri uppi á Íslandi að fólk gæti átt von á og að það væri álitið í lagi að vera tekið upp í einkasamtali. „En nú er sá hluti leiddur í jörð ef svo má segja, af Persónuvernd, og niðurstaðan er bara ánægjuleg,“ segir Bergþór. 

Hann segir tillögu hafa verið gerða um að lögð yrði lágmarkssekt á Báru Halldórsdóttur. Það hafi þó ekki verið markmiðið að ná fjármunum frá Báru, „heldur leiða það í jörð hvernig regluverkið er hvað þessa hluti varðar hér á Íslandi.“