Þingmaður í sóttkví

20.03.2020 - 19:57
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er komin í sóttkví og ætlar að sinna nefndarstörfum á Alþingi næstu daga í gegnum fjarfundabúnað. Vinkona hennar, sem hún hitti nýlega, greindist með COVID-19 smit í gær og því eru Hanna Katrín og eiginkona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, í sóttkví.

Hanna Katrín getur ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum á þingi á meðan hún er í sóttkví. Síðustu daga hefur fjarfundabúnaður verið notaður við nefndarstörfin og reynsla er því komin á þau mál. Hanna Katrín var ekki viðstödd atkvæðagreiðslu í þinginu í dag um aðgerðir vegna ástandsins sem hefur skapast vegna útbreiðslu veirunnar. Hún segir það þó ekki hafa komið að sök enda hafi þau mikilvægu mál verið unnið í samvinnu allra flokka á þinginu. 

Eins og fram hefur komið í fréttum eru aðeins haldnir þingfundir um mál sem tengjast COVID-19. Þingfundir eru á dagskrá á mánudag og þriðjudag og atkvæðagreiðslur í lok vikunnar. „Ég geri frekar ráð fyrir mikilli samvinnu og að þetta séu fulltrúar alls almennings sem vinni saman að lausnum á þessu ástandi,“ segir Hanna Katrín, sem ekki hefur fundið fyrir neinum einkennum sjúkdómsins. 

Hanna Katrín og Ragnhildur eiga tvær dætur sem ekki eru í sóttkví enda hittu þær ekki vinkonuna. Heimilinu er því kirkilega skipt upp samkvæmt reglum um sóttkví. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi