Frá síðasta þingi í mars 2019. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ákveðið hefur verið að fresta árlegri samkomu kínverska þingsins vegna kórónaveirufaraldursins í landinu. Kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
Þetta er í fyrsta skipti síðan í menningarbyltingunni sem þingi er frestað. Það stendur gjarnan í tíu daga og sitja það nærri 3.000 manns. Þingið átti að þessu sinni að hefjast 5. mars. Að sögn fjölmiðla er ekki gert ráð fyrir langri frestun.