Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þingi frestað vegna COVID-19

24.02.2020 - 09:13
Erlent · Asía · COVID-19 · Kína · Kórónaveiran
epa07438467 Delegates attend the closing of the second session of the 13th National People's Congress (NPC) at the Great Hall of the People in Beijing, China, 15 March 2019. The NPC has over 3,000 delegates and is the world's largest parliament or legislative assembly though its function is largely as a formal seal of approval for the policies fixed by the leaders of the Chinese Communist Party. The NPC runs alongside the annual plenary meetings of the Chinese People's Political Consultative Conference (CPPCC), together known as 'Lianghui' or 'Two Meetings'.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
Frá síðasta þingi í mars 2019. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ákveðið hefur verið að fresta árlegri samkomu kínverska þingsins vegna kórónaveirufaraldursins í landinu. Kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.

Þetta er í fyrsta skipti síðan í menningarbyltingunni sem þingi er frestað. Það stendur gjarnan í tíu daga og sitja það nærri 3.000 manns. Þingið átti að þessu sinni að hefjast 5. mars. Að sögn fjölmiðla er ekki gert ráð fyrir langri frestun.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV