Thiem mætir Djokovic í úrslitum í Ástralíu

epa08181631 Dominic Thiem of Austria reacts after winning his men's singles semifinal match against Alexander Zverev of Germany at the Australian Open Grand Slam tennis tournament in Melbourne, Australia, 31 January 2020. EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Thiem mætir Djokovic í úrslitum í Ástralíu

31.01.2020 - 13:09
Síðari undanúrslitaviðureign karlaflokks Opna ástralska meistaramótsins í tennis var í morgun. Þar áttust við Austurríkismaðurinn Dominic Thiem og Þjóðverjinn Alexander Zverev.

Zverev byrjaði betur og vann fyrsta settið 6-3. Thiem svaraði í öðru setti og vann það 6-4. Svo tóku við tvö æsispennandi sett sem bæði fóru í upphækkun. Thiem vann þriðja settið 7-6 (7-3) og það fjórða 7-6 (7-4). Hann vann því leikinn 3-1 og tryggði sér sæti í úrslitum.

Þar mætir hann ríkjandi meistara, Serbanum Novak Djokovic. Þetta er í þriðja sinn sem Thiem leikur til úrslita á risamóti. Hann tapaði í úrslitum Opna franska meistaramótsins 2018 og 2019. Djokovic státar hins vegar af sjö sigrum á Opna ástralska og hefur enginn unnið mótið oftar. Úrslitaleikurinn er á sunnudag.

Á morgun er hins vegar úrslitaleikur kvenna. Þar mætast hin bandaríska Sofia Kenin og Garbine Muguruza frá Spáni. Hvorug hefur áður leikið til úrslita á þessu móti en Muguruza sigraði á Opna franska 2016 og Wimbledon 2017. Þá um haustið komst hún líka í efsta sæti heimslistans. Við tóku tvö mögur ár en upp á síðkastið hefur Muguruza verið í fantaformi.

Tengdar fréttir

Tennis

Djokovic í úrslit eftir sigur á Federer